Búist er við að bresk fjármálafyrirtæki fækki störfum um 45 þúsund á fyrstu sex mánuðum ársins til þess að draga úr kostnaði. Alls fækkaði störfum um 30 þúsund talsins á fyrstu þremur mánuðum ársins 2010. Er það hraðasta fækkun starfa þar í landi í 17 ár.

Það eru stærstu hagsmunasamtök viðskiptalífsins í Bretlandi, Confederation of British Industry (CBI), sem spá fyrir um fækkun starfa. Hagfræðingar samtakanna telja að um 15 þúsund störf tapist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Á vef BBC segir að störfum muni einkum fækka innan bankanna, minni útlánafyrirtækja og tryggingafélaga.