Stærstu bankar heims eru að fækka störfum á mesta hraða síðan árið 2008 þar sem fyrirtæki eru hvött til endurskipulagningar til að auka arðsemi.

Fimmtíu stærstu bankarnir, þar á meðal The Hongkong and Shanghai Banking Corporation (HSBC), stærsti banki Evrópu,Credit Suisse Group (CSGN) og Bank of America Corp (BAC) hafa losað 60 þúsund stöður það sem af er ári. Ef sami hraði heldur áfram út árið má gera ráð fyrir að uppsagnir verði 101 þúsund. Það er mesta fækkun síðan 2008 þegar 192 þúsund stöður voru losaðar.

Til stendur að fækka störfum um 30 þúsund hjá HSBC af því er fram kom í tilkynningu bankans 1.ágúst. Mun starfsemi bankans minnka um 10% með aðgerðunum.  Þá hefur HSBC tilkynnt að bankinn muni minnka eða hætta starfsemi í 39 löndum. Bankinn hefur þegar sagt upp 700 starfsmönnum í Bretlandi.

Lloyds Banking Group hefur tilkynnt að uppsagnir verði 16.800 og við það minnkar starfsemi bankans um 16%.