Í nóvembermánuði fjölgaði störfum í Bandaríkjunum um 225 þúsund. Á síðustu tíu mánuðum hefur störfum fjölgað yfir 200 þúsund í hverjum mánuði. Þetta er mesti vöxtur í fjölgun starfa sem sést hefur síðan árið 1995. Þessi fjölgun er töluvert meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Greiningaraðilar gera ráð fyrir að hagkerfið í Bandaríkjunum muni halda áfram að vaxa þrátt lítinn vöxt á alþjóðavísu. Gera má þó ráð fyrir að hluti af fjölgun starfa séu tímabundnar ráðningar vegna jólahátíðar.