*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Erlent 13. júlí 2015 18:11

Stórfyrirtæki hyggjast ráða þeldökka í auknum mæli

Starbucks, Microsoft og fleiri bandarísk stórfyrirtæki hafa sammælst um að ráða 100.000 unga einstaklinga úr minnihlutahópum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Starbucks hefur bundist samtökum með nokkrum öðrum stórfyrirtækjum í því skyni að ráða um 100.000 unga einstaklinga úr minnihlutahópum á næstu þremur árum.

Auk Starbucks hyggjast Microsoft, Wal-Mart, Lyft og fleiri leggja sín lóð á vogarskálarnar og ráða fólk á aldursbilinu 16 til 24 ára til þjálfunar, sem nema, til þjálfunar eða eftir hefðbundnum ráðningarsamningum fyrir árið 2018.

Howard Schultz, forstjóri Starbucks, á frumkvæðið að málinu, en han hét því í mars síðastliðnum að ráða 10.000 unga einstaklinga með lágar tekjur á næstu þremur árum. Þó að einhver hluti nýs starfsfólks komi til með að koma í stað annarra sem vinna þegar hjá fyrirtækinu, verði flestir samningar gerðir um ný störf á kaffihúsum Starbucks. Um 150.000 manns vinna á kaffihúsum og í verslunum félagsins í Bandaríkjunum, sem eru um 12.000 talsins.

Fyrirtækin hyggjast fyrst og fremst ráða þeldökka Bandaríkjamenn eða af Suður-amerískum uppruna. Wall Street Journal greinir frá.

Stikkorð: Starbucks Howard Schultz