Breski stórglæpamaðurinn Ronnie Biggs, sem tók þátt í Stóra lestarráninu árið 1963 er fallinn frá. Hann var 84 ára þegar hann lést.

Biggs var hluti af stórum glæpahópi sem slapp með ránsfeng að verðmæti 2,6 milljónir sterlingspunda úr póstlest á leið frá Glasgow til Lundúna í ágúst 1963. Biggs fékk 30 ára fangelsisdóm en slapp úr Wandsworth fangelsinu árið 1965.

BBC greindi frá.