Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir álögur á fjármálakerfið í heild orðnar ískyggilegar. „Ótekjutengdur skattur á grunnframleiðsluþætti, eins og fjársýsluskatturinn, er stórhættulegur. Fjársýsluskattur er mjög virðulegt nafn á skatt sem lagður er á laun einnar starfsgreinar. Þetta skerðir samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja, ekki aðeins gagnvart innlendum fyrirtækjum sem ekki þurfa að greiða skattinn, heldur sér í lagi gagnvart erlendum bönkum.“

Höskuldur segir að fyrirtækin muni þurfa að horfa í þann stóra kostnaðarlið sem laun eru verði fjársýsluskatturinn að veruleika. „Arion hefur tekið stærri skref í fækkun starfsfólks en hinir bankarnir og ekki eru áform uppi um frekari uppsagnir, en það er ekki útilokað að það breytist vegna harkalegra nýrra álagna. Það er áhugavert að eini bankinn sem útilokað hefur uppsagnir er ríkisbankinn Landsbankinn en kannski þarf einnig að endurskoða þar vegna þessara aðgerða.“

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.