Norðursigling er fyrst og fremst þekkt fyrir hvalaskoðunarsiglingar frá Húsavík. Hörður Sigurbjarnarson, eigandi og skipstjóri, segir að aukningin milli ára hafi aldrei verið meiri en á milli áranna 2013 og 2014.

„Það hefur gengið gríðarlega vel. Sem betur fer er ekki búið að skjóta jafnmikið af hrefnum hér og í Faxaflóa. Við höfum samt orðið vör við að hrefnum fari fækkandi en á móti hefur það gerst nokkuð óvænt að stórhvelum hefur fjölgað hér yfir veturinn. Við sjáum í auknum mæli bæði steypireyði og hnúfubak."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .