Öll íslensk stóriðja var rekin með tapi á síðasta ári. Samanlagt tap álveranna þriggja Rio Tinto, Alcoa og Norðuráls, kísilmálmverksmiðju Elkem á Grundartanga og aflþynnuverksmiðju TDK Foil í Eyjafirði, nam 40 milljörðum króna á síðasta ári. Afkoman er sú versta síðan álver Alcoa á Reyðarfirði var gangsett árið 2008. Því til viðbótar var á annan tug milljarða króna afskrifaður í fyrra vegna kísilvera PCC á Bakka og United Silicon sem hefur verið lokað.

Umsvifamestu félögin eru álverin þrjú sem voru öll rekin með tapi bæði árin 2018 og 2019 og töpuðu samanlagt um 55 milljörðum króna á þessum tveimur árum.

Lágt afurðaverð hrávara er helsta ástæða taprekstrarins. Álverð féll til að mynda um 15% á síðasta ári og féll enn frekar þegar kórónuveirukreppan hófst í mars.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .