Álframleiðendur hafa að meðaltali greitt 25 dollara fyrir hvert megavatt af raforku það sem af er þessu, að því er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, greindi frá á ársfundi fyrirtækisins, sem haldinn er á Grand Hótel, í dag.

Þá kom fram í erindi Harðar fyrirtækið ætlaði sér að reyna að fjölga stórum viðskiptavinum um 10 til 20, úr ýmsum geirum, fram til ársins 2020. Hann lagði enn fremur áherslu á, þegar hann svaraði fyrirspurnum úr sal, að hann teldi það forsendu fyrir nýframkvæmdum hjá fyrirtækinu að framkvæmdir yrðu fjármagnaðar í meira mæli með eigin fé. Til þess að hefur Landsvirkjun fjármagnað framkvæmdir sínar með lánsfé eingöngu.

Eins og sést á meðfygljandi mynd sýndi Hörður upplýsingar um verð sem stórir viðskiptavinir Landsvirkjunar greiða. Er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið greinir jafn ítarlega frá því verði sem Landsvirkjun fær fyrir orku sína.