Royal Bank of Scotland hefur náð samkomulagi við breska ríkið um að fá 25,5 milljarða dala viðbótarfjármagn auk þess sem ríkið ábyrgist 325 milljarða punda af eignum bankans. Samkomulagið felur í sér að eignarhlutur ríkisins í bankanum verður 95%, en með fyrri björgunaraðgerðum hafði ríkið eignast 70% hlut.

Samningurinn er gerður eftir að RBS tilkynnti um mesta tap eins fyrirtækis í sögu Bretlands og að sögn FT gæti þetta verið fyrsta skrefið af mörgum sambærilegum hjá stóru bresku bönkunum. Meðal banka sem FT telur að muni fá eða óska eftir umtalsverðum ríkisábyrgðum eru Lloyds Banking Group, sem hefur yfirtekið HBOS, og Barclays.

Að sögn WSJ er risabankinn Citigroup við það að ná samkomulagi við stjórnvöld í Bandaríkjunum um að ríkið auki hlut sinn í bankanum í allt að 40%.