Í árlegu bréfi til hluthafa Berkshire Hathaway segir Warren Buffett að þetta viðskiptaveldi, sem gert hefur fjölda fólks að milljóna- og milljarðamæringum, hafi byggst á mistökum sem hann gerði í maí 1964. Þegar þarna er komið við sögu átti félag undir stjórn Buffetts, Buffett Partnership Ltd. (BPL), um 7% hlut í textílfyrirtækinu Berkshire Hathaway.

Þáverandi forstjóri Berkshire, Seabury Stanton, hafði hringt í Buffett og spurt hann á hvaða gengi hann væri tilbúinn að selja þessi bréf og hafði Buffett svarað „11,50 dalir á hlut“. Þann 6. maí 1964 gaf Stanton það út að hann væri tilbúinn að kaupa allt að 225.000 hluti á 11,375 dali á hlut.

Buffett segir að tilboð Stantons hafi farið í taugarnar á honum og hann hafi ekki tekið því. „Þetta var stórkostlega heimskuleg ákvörðun,“ segir hann í bréfinu.

Verðið sem Stanton var að bjóða BPL árið 1964 þýddi að ávöxtun BPL á fjárfestingu sinni nam um 50%. Þarna var hann kominn, ókeypis smókurinn, og hann segir að undir eðlilegum kringumstæðum hefði hann átt að taka tilboðinu. En hann hafði látið Stanton pirra sig og í stað þess að selja tók hann að kaupa hlutabréf í Berkshire í stórum stíl.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .