*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 6. ágúst 2014 17:45

Stórlax í Fljótaá

20 punda lax veiddist í Fljótaá á þriðjudaginn.

Ritstjórn
Chad Pike
Aðsend mynd

Mikið hefur veiðst af stórlaxi í sumar enda hefur smálaxinn lítið látið sjá sig. Fjölmargir stórlaxar hafa veiðst í Laxá á Aðaldal og víðar.

Í fyrrdag veiddist einn slíkur í Fljótaá en áin hefur oft gefið stóra laxa þó hún sé kannski helst þekkt fyrir mikla og góða bleikjuveiði.

Laxinn sem veiddist á þriðjudaginn var 20 pund. Það var veiðimaðurinn Chad Pike sem dró fiskinn á land en hann tók hálftommu rauða Frances-túbu á veiðistaðnum Undir klöpp. Pike naut aðstoðar Jóns Heimis leiðsögumanns.

Stikkorð: Lax Fljótaá