Núgildandi raforkulög frá 2003 eru um margt talin úrelt. Í nýju frumvarpi er meðal annars gert ráð fyrir að talsvert minni orkunotendur en stóriðjuver álfyrirtækjanna geti notið orkukaupa á stórnotendatöxtum.

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum frá 2003 var lagt fram á nýliðnu þingi. Er því ætlað að mæta kröfum tímans enda eru eldri lög um margt talin úrelt. Breytingarnar í frumvarpinu fela m.a. í sér talsverða lækkun á orkukaupaviðmiðunum og útvíkkar hugtakið um hverjir geti talist stórnotendur. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að ríki og sveitafélög kaupi Landsnet af orkufyrirtækjunum.

Í skoðum hjá álfyrirtækjunum

Frumvarpið tekur ekki beint á verðlagningu raforku til stóriðju. Ágúst F. Hafberg, framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli, segir að fyrirtækið sé með til skoðunar hvaða áhrif sá tekjurammi sem ætlunin er að setja á verlagningu á orkudreifingu landsnets komi til með að hafa á heildarraforkuverðið. „Við fengum kynningu á þessu í Iðnaðarráðuneytinu í síðustu viku. Það er búið að að laga ákveðnar villur í eldra frumvarpi og við erum að skoða hvernig þetta gengur upp,“ segir Ágúst.

-Nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins