En Marche! flokkur forseta Frakklands, Emmanuel Macron virðist ætla gjörsigra frönsku þingkosningarnar. Flokkurinn var stofnaður í fyrra vegna framboðs Macron, sem hann vann tiltölulega örugglega. Sömu sögu má segja um þingkosningarnar en En Marche og MoDem sem er samstarfsflokkur forsetans vinnur líklega 445 af 577 þingsætum á franska þjóðþinginu.

Þegar talið var upp úr kjörkössunum eru úrslitin þau að En Marche og MoDem fengu 32,3% af atkvæðunum í fyrstu umferð kosninganna. Lýðveldisflokkurinn hlaut 21,5% atkvæða, National Front 13,2% en Sósíalistarnir 9,5%. Kosningaþátttaka var mjög slök eða um 48,7% miðað við 57,2%. Úrslitin ráðast í seinni umferð kosninganna sem verður næstkomandi sunnudag.