Stjórnarandstaðan í Venesúela vann stórsigur í þingkosningum sem haldnar voru í gær. Sósíalistaflokkurinn í Venesúela er því í minnihluta í fyrsta skipti í 16 ár, en stjórnarandstaðan hefur lofað að snúa frá stjórnarstefnu flokksins sem hefur verið kölluð „Chavezismi“ í höfuðið á fyrrum formanni Sósíalistaflokksins Hugo Chavez sem komst til valda árið 1999.

Stjórnarandstaðan hefur fengið 99 sæti af 167 í þinginu en Sósíalistaflokkurinn 46, ennþá er verið að telja í nokkrum kjördæmum.

Fyrir þremur áratugum voru lífsgæði í Venesúela með þeim hæstu í Suður-Ameríku en í dag eru ýmsar nauðsynjavörur, s.s. klósettpappír, ófáanlegar, þrátt fyrir að landið ráði yfir olíubirgðum sem eru stærri en Sadí-Arabíu.