Nýverið komist í hámæli dæmi um stórskulduga fasteignaeigendur sem sagðir eru nýta greiðsluskjól umboðsmanns til að fresta aðför að eignum sínum. Slík aðför getur brátt orðið ómöguleg en um áramót renna út bráðabirgðalög sem auka svigrúm til að ógilda þá fjármálagerninga sem ætlað er að koma eignum undan lánadrottnum.

Fram til 1. júlí 2011 voru reglurnar á þann veg að allir sem leituðu aðstoðar umboðsmanns skuldara voru sjálfkrafa settir í greiðsluskjól. Í þeim hópi eru margir stórskuldarar og eru umsóknir þeirra margar enn í vinnslu í kerfinu. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í síðustu viku skulda þúsund stærstu skuldararnir að meðaltali um 85 milljónir króna.

Hafi einhverjir úr þessum hópi komið eignum undan verður því brátt orðið of seint að gera nokkuð í því.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.