Viðvarandi hætta er af eldgosum hér á landi og eru það ekki síst flugfélög sem finna fyrir þeirri áhættu. Viðmælendur Viðskiptablaðsins eru sammála um að flugfélög og flugmálayfirvöld eru mun betur undirbúin undir stórt eldgos heldur en fyrir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010.

Þá lokaðist flugumferð á stóru svæði yfir Norður-Atlantshafi, en ljóst þykir að öskugos af sömu stærðargráðu í dag myndi ekki hafa nálægt því sömu áhrif á flugumferð eins og gosið í Eyjafjallajökli.

Icelandair er skráð í Kauphöllina og hafa fjárfestar því væntanlega sérstakan áhuga á áhrifum eldgoss á rekstur þess flugfélags. Eldgos hafa haldist í hendur við bæði hækkanir og lækkanir á gengi Icelandair.

Viðmælendur Viðskiptablaðsins eru sammála um að afar erfitt sé að meta fjárhagsleg áhrif þess á félagið ef stórt eldgos myndi loka flugumferð. Áhrifin gætu jafnvel verið jákvæð, ef slíkt eldgos myndi verða landkynning eins og gosið í Eyjafjallajökli.

Mismunandi verðþróun í eldgosum

Þegar eldgos hófst í Eyjafjallajökli í apríl 2010 breyttist gengi bréfa Icelandair lítið til að byrja með.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.