Skiptum er lokið á félaginu DGN ehf. en félagið hélt utan um fasteignir þriggja pítsustaða Hróa Hattar. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 13. september 2012 en skiptum var lokið þann 23. október 2015, en þetta kemur fram í tilkynningu sem var birt á vef Lögbirtingarblaðsins í dag.

Samtals voru lýstar kröfur í búið rúmlega 534 milljónir króna. Samtals fengust 86,5 milljónir greiddar í veðkröfur, eða 16,26% en ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um þá kom félagið fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis um starfsemi sparisjóðanna. Þar kemur fram að Sparisjóður Bolungarvíkur tók, ásamt öðrum, þátt í útlánum til DGN, en sparisjóðurinn tapaði 251 milljón króna á viðskiptunum.