Tap af rekstri fransk-hollenska flugfélagisns Air France-KLM jókst á 1. ársfjórðungi ársins frá sama tíma í fyrra og nam 630 milljónum evra, um 95 milljörðum króna.

Tapið 2012 nam hins vegar 368 milljónum evra á sama fjórðungi, eða um 55 milljörðum króna.

Stjórnendur félagsins segja erfiðu árferði í efnahagslífi Evrópu um að kenna.

Air France-KLM er eitt stærsta flugfélag í heimi. Franska ríkið á 18,6% hlut í félaginu sem er eitt stærsta flugfélag í heimi.