Hagnaður bandaríska olíufélagsins Exxon, sem jafnframt er stærsta olíufélag heims, dróst saman um 33% milli ára á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og nam um 7,8 milljörðum dala.

Félagið þó um 45,2 milljarða dali á árinu öllu og eykur hagnað sinn um rúmlega fjóra milljarða dali á milli ára.

Þá hefur Exxon aldrei hagnast jafn mikið á einu ári og að sama skapi hefur ekkert bandarískt félag hagnast jafn mikið á einu ári að sögn Reuters fréttastofunnar.

Helsti samkeppnisaðilinn, Chevron, hagnaðist um 4,9 milljarða dali á fjórða ársfjórðung og alls um 23,9 milljarða á árinu öllu og eykur þannig hagnað sinn um rúma fimm milljarða dali.

Það er augljóst að mati greiningaraðila að góðan hagnað félaganna má rekja til gríðarlegrar hækkunar á olíuverði á árinu en um miðjan júlí síðastliðinn náði olíuverð hámarki þegar tunnan af hráolíu kostaði um 147 dali. Þrátt fyrir hríðlækkaði olíuverð seinni part árs kemur sú lækkun aðeins niður á uppgjöri fjórða ársfjórðungi.

Rétt er að geta þess að í gær kynnti evrópski olíurisinn Shell uppgjör sitt en félagið hagnaðist um 31,4 milljarða dala á síðasta ári en að sögn Reuters hefur ekkert félagi í Evrópu nokkurn tímann hagnast jafn mikið á einu ári.