Viðskiptablaðið aflaði upplýsinga frá Námsmatsstofnun um gengi allra grunnskóla á Íslandi í samræmdum prófum á tímabilinu 2010-2014. Jákvæð fylgni er á milli stærðar skóla og gengis nemenda þeirra. Litlir grunnskólar á landsbyggðinni, svo sem á Þórshöfn og Suðureyri, standa sig einna verst í samræmdu prófunum. Stórir skólar á höfuðborgarsvæðinu, einkum Hagaskóli og Garðaskóli, standa sig hins vegar einna best.

Þessi fylgni er einnig til staðar þegar aðeins eru skoðaðir skólar Reykjavíkurborgar. Skýr neikvæð fylgni er hins vegar á milli nemendafjölda skóla borgarinnar og rekstrarkostnaðar á hvern nemanda, sem endurspeglar meiri hagkvæmni í stærri skólum.

Ofangreint endurspeglast síðan í því að neikvæð fylgni er á milli rekstrarkostnaðar á nemanda í Reykjavík og gengis nemenda í samræmdum prófum. Þeim skólar Reykjavíkurborgar sem hafa lægri rekstrarkostnað á nemenda gengur því betur í samræmdu prófunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .