Undanfarnar vikur hefur verð á áli nánast lækkað stöðugt frá því það náði hámarki um miðjan maí bendir Glitnir á í Morgunkorni sínu.

Verð á hvert tonn af áli kostaði þá um 3.185 dollara en hefur nú lækkað niður í tæpa 2.450 dollara sem er um 23% lækkun. Þrátt fyrir lækkunina undanfarinn mánuð er verð fremur hátt sé litið til verðþróunar undanfarin ár. Hátt álverð kemur sér vel fyrir þróun útflutningstekna okkar segir greiningardeild Glitnis. Hátt álverð hefur einnig jákvæð áhrif á raforkuverð en orkuverð til álvera hérlendis er einnig að hluta tengt heimsmarkaðsverði á áli.