Ekki varð mjög mikil breyting á mörkuðum vestanhafs í dag. Nasdaq lækkaði þó um 0,27% og stendur vísistalan nú í 2660,96 stigum. Dow Jones hækkaði aftur á móti um 0,45% og Standard & Poor's um 0,78%.

Strax í morgun byrjuðu markaðir að hækka. Olíutunnan fór niður fyrir 90 bandaríkjadali og í lok dags kostaði tunnan 88,71 bandaríkjadali. Einnig eru taldar auknar líkur eru á að stýrivextir verði lækkaðir þann 11. desember næstkomandi og hafði það jákvæð áhrif á markaði.

Helstu neikvæðu fréttir dagsins komu frá tölvurisanum Dell sem gaf út afkomuviðvörun vegna fjórða ársfjórðungs sem er framhald af afkomu fyrirtækisins af þriðja ársfjórðungi. Þetta hafði þó lítil áhrif á markaðin nema hvað að tæknifyrirtæki lækkuðu flest í dag.

Nú í vikulok hefur Standard & Poor's hækkað um 2,8% og Dow Jones um 3% á meðan Nasdaq hefur hækkað um 2,5%.

Neysluvísistalan í nóvember hefur hækkað um 0,2% sem er í takt við væntingar.