Sérfræðingar á markaði velta því fyrir sér hvort Kauphöllin hafi haft frumkvæði að því að stöðva viðskipti með bréf Mosaic Fashions, til að krefja félagið um svör í kjölfar frétta í erlendum miðlum um að Baugur íhugar að afskrá Mosaic.

Markaðssérfræðingar sem Viðskiptablaðið talaði við í morgun telja að frétta sé að vænta fljótlega og viðskiptin verði ekki stöðvuð í allan dag.

Í frétt The Time segir að aðilar sem standa málinu nærri segja að Baugur vilji samþætta rekstur Mosaic og Rubicon fjarri augum fjárfesta og greiningaraðila.

Í fréttinni segir að afskráningin gæti orðið á seinni hluta árs, en það fari eftir hvernig gengi hlutabréfa þróast.