Heildareignir innlánstofnana námu nær tífaldri vergri landsframleiðslu fyrir hrunið en voru í lok árs 2009 um tvöföld verg landsframleiðsla. Heildareignir innlánsstofnana eru enn að dragast saman sökum áframhaldandi endurskipulagningar og endurreiknings gengistryggðra lána. Óvissa er til staðar um hver heildaráhrif fyrirhugaðra aðgerða verða á bankakerfið og lántakendur.

Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá Hagstofunnar sem var gefin út í morgun.