Creditinfo gerði rannsókn á viðmælendum ljósvakamiðla að beiðni Velferðarráðuneytisins, sem kynnti niðurstöðurnar á jafnréttisþingi (en þó ekki fyrr en Ríkisútvarpið hafði gert sér mat úr þeim).

Dyggum lesendum fjölmiðlasíðu Viðskiptablaðsins koma þær niðurstöður tæplega á óvart, en verulega hallaði á konur samkvæmt þeim.

Það er síðan smekksatriði hvað menn lesa úr niðurstöðunum, hvort fjölmiðlar hunsi konur með þessum hætti, hvort viðmælendavalið endurspegli veruleika og valdahlutföll þjóðfélagsins eða eitthvað í þá veru.

En auðvitað mætti greina slíka lista eftir fleiru: pólitík, tekjum, búsetu eða menntun.