*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 21. desember 2007 07:25

Strandaði á Lífeyrissjóði Vestmannaeyja?

Umfjöllun í Viðskiptablaðinu í dag

Ritstjórn

Ísfélagið hefur horfið frá áformum sínum um kaup á 35% hlut í Vinnslustöðinni. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mikla spurn eftir lóðareitum á hafnarsvæði Vestmannaeyja vera til marks um aukinn áhuga fagfjárfesta á sjávarútvegi og öðrum frumvinnslugreinum.

Stjórnarformaður Ísfélagsins, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, segir kaup á rúmlega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni hf. hafa fallið milli þilja vegna tregðu Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja [LSV] til að selja. Ísfélagið hefur því ákveðið að nýta sér ekki kauprétt á bréfum Stillu í Vinnslustöðinni, sem er stór hluthafi í síðastnefnda félaginu.

„Það eru augljósir hagsmunir sem búa að baki því að tryggja sér 35% hlut,“ sagði Gunnlaugur. „Við förum ekki að setja marga milljarða í félag til þess að eiga 32% hlut og vera þar með áhrifalausir innan félagsins.“ Gunnlaugur segir því kaupin hafa strandað á LSV, sem á 5,32% hlut í Vinnslustöðinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf skjali hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa aðgang að pdf áskrif geta sent póst á vb@vb.is og látið opna slíkan aðgang.