*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 9. maí 2013 11:30

Strandveiðar fara hægt af stað

Strandveiðibátar mega veiða 2.375 tonn í mánuðinum. Fyrir ári veiddu þeir 2.165 tonn.

Ritstjórn

Strandveiðar fara hægt af stað í byrjun maí en veður hamlaði veiðum víðast hvar. Eftir tvo fyrstu veiðidagana höfðu 272 bátar farið á sjó og veitt um 133 tonn, samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Þessi afli fékkst í 320 róðrum og er meðalafli í löndun því 415 kíló. 

Í ár hafa verið gefin út 468 leyfi til strandveiða. Strandveiðibátarnir mega veiða 2.375 tonn af kvótabundnum tegundum í maí en í heild mega þeir veiða um 8.600 tonn á fjórum mánuðum í sumar. Í maímánuði í fyrra stunduðu 586 bátar strandveiðar og veiddu 2.165 tonn. Allt sumarið í fyrra tóku 760 bátar þátt í strandveiðunum og veiddu 8.750 tonn.

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum. Lesendur geta lesið blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Strandveiðar