Þeir sem hafa heimsótt verslun Abercrombie & Fitch muna eflaust einna mest eftir fáklæddu, ungu og fríðu starfsfólki sem og dimmri, þröngri og vellyktandi verslun.

Þegar Michael Jeffries, forstjóri Abercrombie, ferðast til útlanda með einkaþotu fyrirtækisins eru sérstakar reglur sem eiga við. Hann útbjó 47-síðna handbók með öllum sínum kröfum. Handbókin var birt eftir að 55 ára flugmaður kærði fyrirtækið fyrir að reka sig og ráða yngri flugmann í sinn stað.

  • Karlkyns áhafnarmeðlimir verða að vera nýrakaðir, klæðast Abercrombie pólobolum, sandölum, boxer nærbuxum, vera með sólgleraugu og vera með ,,Spritz"-ilminn sem fyrirtækið selur.
  • Kvenkyns áfhafnarmeðlimir þurfa að vera í svörtum hönskum þegar þær meðhöndla silfurhnífapör og hvíta hanska þegar þær bera mat á borð.
  • Þegar forstjórinn eða annar gestur biður um eitthvað  ber áhöfninni að svara ,,no problem".
  • Forstjórinn vill heyra lagið ,,Take Me Home" eftir Phil Collins þegar hann er á heimleið með þotunni.
  • Í flugum sem eru lengur en tveir tímar má áhöfnin snæða en ef farþegar eru að borða kaldan mat verður áhöfnin að borða kaldan mat líka.
  • Á morgnanna vill Jeffries ,,assam" te en eftir klukkan 2 vill hann ,,darjeeling" te.

Gulfstream G550
Gulfstream G550
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Stjórn fyrirtækisins hefur gagnrýnt hann fyrir ofnotkun á einkaþotunni fyrir persónuleg erindi og greiddi honum 4 milljónir dollara fyrir að minnka notkunina í 200 þúsund dollara á ári. Honum hefur þó verið hrósað fyrir að auka tekjur fyrirtækisins í 4,2 milljarða dollara.