Heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum í febrúar nam 4,18% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor, sem birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta.

Samkvæmt tölunum fyrir febrúar jókst notkun innanlands um tæp 2,5%. Hins vegar voru Íslendingar mun duglegri við að strauja kreditkortin erlendis núna miðað við síðasta ár. Þar nam veltuaukningin rúmu 13,1%.