Straumborg ehf., félag fjárhagslega tengt Brynju Halldórsdóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi banka hf., hefur í dag, 14. mars 2007, lokað framvirkum samningi um kaup á 500.000 hlutum í bankanum, en félagið tók samninginn yfir þann 29. desember 2006, samanber tilkynning til Kauphallar Íslands dagsett sama dag.

Gjalddagi samningsins var 10. janúar sl. en þann dag var samningurinn framlengdur til 8. maí 2007. Samningnum er lokað á genginu 874,44 kr. á hlut og hljóðar því upp á 437,22 milljónir króna.

Brynja Halldórsdóttir á 9.206 hluti í bankanum. Aðilar fjárhagslega tengdir Brynju eiga samtals 14.729.548 hluti í bankanum eftir viðskiptin. Eftir viðskiptin eiga aðilar fjárhagslega tengdir Brynju 4.200.000 hluti í bankanum samkvæmt framvirkum samningum.