*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 5. október 2007 10:05

Straumborg og Red Square eiga eina stærstu bílaleigu Danmerkur

Ritstjórn

Fjárfestingafélagið Straumborg, sem er í eigu fjölskyldu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, og fjárfestingafélagið Red Square, í eigu Jóns Snorrasonar sem áður átti Húsasmiðjuna, tóku höndum saman og keyptu í sameiningu eina stærstu og elstu bílaleigu Danmerkur. Bílaleigan hefur verið starfandi síðan 1953 og er með umboð fyrir Europcar í Danmörku. Bílafloti leigunnar er að meðaltali um sex þúsund bílar og fyrirtækið velti alls rúmlega 50 milljónum evra á síðasta ári, eða 4,3 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður Europcar í Danmörku á síðasta ári fyrir skatta nam tæplega 435 milljónum króna. Hjalti Baldursson forstjóri Straumborgar og stjórnarformaður Europcar í Danmörku staðfesti þetta í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um kaupin í Viðskiptablaðinu í dag.