Fjárfestingarfélag Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, Straumborg ehf., hefur ásamt fyrrverandi framkvæmdastjóra þess, Gunnlaugi Jónssyni, stofnað félagið Lindir Resources hf., fjárfestingarfélag á sviði orkuiðnaðar og náttúrulegra auðlinda.

Félagið hefur keypt af Straumborg hluti þess í þremur olíuleitar- og vinnslufélögum sem eru aðilar að fjölda olíuleitar- og vinnsluheimilda víðs vegar um heim. Tvö þessara félaga eru staðsett í Noregi og eitt í Kanada. Verðmæti eignar Linda Resources í félögunum þremur nemur um 5 milljörðum króna, en markaðsverðmæti félaganna þriggja er samtals um 130 milljarðar kr.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .