*

sunnudagur, 17. janúar 2021
Innlent 9. október 2013 17:48

Straumur búinn að fjármagna kaup á Orkuveituhúsinu

Orkuveita Reykjavíkur selur félagi Straums höfuðstöðvarnar fyrir 5,1 milljarð króna. Húsið verður leigt í 20 ár.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Straumur fjárfestingarbanki hefur lokið fjármögnun kaupa á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Lokið verður við fullnaðarfráganga skjala tengd sölunni og leigu á húsnæðinu til 20 ára á næstu vikum. Kaupverðið nemur 5,1 milljarði króna. 

Straumur gerði tilboð í höfuðstöðvar Orkuveitunnar í nafni óstofnaðs félags í byrjun árs og var stefnt að því að klára söluna á fyrsta ársfjórðungi. VB.is hefur fjallað nokkuð um tafir á sölunni síðan þá.

Fram kemur í tilkynningu frá að með sölu á fasteigninni eru allir þættir Plans OR og eigenda fyrirtækisins komnir á áætlun. OR mun leigja húseignirnar til 20 ára og hafa rétt til að kaupa þær aftur eftir 10 ár eða  við lok leigutímans.