Fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung á morgun, samkvæmt dagatali Kauphallarinnar. Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja hafa allar birt afkomuspár fyrir þriðja fjórðung fjárfestingarbankans.

Greiningardeild Glitnis reiknar með að hreinar vaxtatekjur Straums-Burðaráss nemi 1.447 milljónum króna, greiningardeild Landsbankans spáir að hreinar vaxtatekjur muni verða 1.455 milljónir króna og greiningardeild Kaupþings banka reiknar með að þær muni nema 1.550 milljónum króna.

Greiningardeild Glitnis spáir að hreinar rekstrartekjur muni nemi 7.842 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, greiningardeild Landsbankans spáir að hreinar rekstrartekjur muni verða 7.658 milljónir króna og greiningardeild Kaupþings banka reiknar með að að þær muni nema 7.236 milljónum króna.

Greiningardeild Glitnis reiknar með að hagnaður fjárfestingarbankans verði 5.347 milljónir króna á fjórðungnum eftir skatta, greiningardeild Landsbankans spáir að hagnaðurinn muni nema 5.073 milljónum króna og greiningardeild Kaupþings banka spáir að hann verði 5.000 milljónir króna.