Straumur-Burðarás hefur aukið hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsin. Eignarhlutur Straums-Burðaráss er nú rúmlega 8%.

Burðarás fjárfesti í Finnair fyrir sameininguna við Straum og átti félagið 7,75% eignarhlut. Rekstur Finnair hefur verið yfir væntingum sérfræðinga og hækkuðu bréfin í 11,35 evrur í vikunni. Einnig er talið að áhugi Straums-Burðaráss hafi ýtt undir hækkunina.

Hagnaður Finnair á öðrum ársfjórðungi nam 36,3 milljónum evra (2,74 milljarðar íslenskra króna). Finnska ríkið á meirihluta í Finnair og vanalega eru ekki mikil viðskipti með bréfin.