Starfskjaranefnd Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. hefur fyrir hönd stjórnar samþykkt kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur og lykilstarfsmenn bankans, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Kaupréttarsamningar hafa verið gerðir við alla stjórnendur og lykilstarfsmenn. Samningarnir gilda í 3 ½ ár eða til 1. mars 2010. Starfsmenn öðlast rétt til að kaupa bréf í bankanum fyrst þann 1. september 2007 (1/3 hluti), næst 1. mars 2009 (1/3 hluti) og síðan 1. mars 2010 (1/3 hluti). Starfsmenn hafa heimild til að safna kauprétti upp á þessu tímabili, segir í tilkynningunni.

Samkvæmt kaupréttaráætlununni hafa í dag verið gefnir út kaupréttir fyrir samtals 327.000.000 hlutum að nafnverði í bankanum, sem er 3,16% af heildarhlutafé hans. Jafnframt hefur verið samþykkt heimild til að gefa út kauprétti fyrir allt að 13.000.000 hlutum að nafnverði til viðbótar.

Útgefnir kaupréttir og heimild til útgáfu viðbótarhluta nema því samtals 340.000.000 hlutum að nafnverði eða 3,28% af heildarhlutafé bankans, segir í tilkynningunni.

Innlausnarverð kaupréttanna út kaupréttartímabilið miðast við gengið 16,18 sem er meðalverð hlutabréfa í bankanum síðastliðna 5 viðskiptadaga.

Kaupréttir hafa verið gerðir við eftirfarandi tilkynningaskylda fruminnherja í bankanum, sbr. ákvæði 64. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti:


Nafn fruminnherja
Friðrik Jóhannsson

Tengsl innherja við félagið
Forstjóri
Fjöldi hluta sem fruminnherji átti sölurétt að
0
FJöldi hluta í eigu frumherja án söluréttar
0
Fjöldi hluta sem kaupréttur er veittur að
40.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja
0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila
0


Nafn fruminnherja
Benedikt Gíslason

Tengsl innherja við félagið
Forstöðumaður - Eigin viðskipti
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að
15.000.000
FJöldi hluta í eigu frumherja án söluréttar
2.520.828
Fjöldi hluta sem kaupréttur er veittur að
35.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja
17.520.828
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila
20.828


Nafn fruminnherja
Guðmundur Þórðarsson
Tengsl innherja við félagið
Forstöðumaður - Fyrirtækjasvið
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að
15.000.000
Fjöldi hluta í eigu frumherja án söluréttar
0
Fjöldi hluta sem kaupréttur er veittur að
35.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja
15.000.000
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila
15.000.000


Nafn fruminnherja
Jakob Ásmundsson
Tengsl innherja við félagið
Forstöðumaður- Áhættustýring
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að
10.000.000
FJöldi hluta í eigu frumherja án söluréttar
0
Fjöldi hluta sem kaupréttur er veittur að
20.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja
10.000.000
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila
0


Nafn fruminnherja
Margit Robertet
Tengsl innherja við félagið
Forstöðumaður - Lánasvið
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að
15.000.000
FJöldi hluta í eigu frumherja án söluréttar
0
Fjöldi hluta sem kaupréttur er veittur að
35.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja
15.000.000
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila
0


Nafn fruminnherja
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir
Tengsl innherja við félagið
Forstöðumaður - Fjárstýring
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að
15.000.000
FJöldi hluta í eigu frumherja án söluréttar
0
Fjöldi hluta sem kaupréttur er veittur að
35.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja
15.000.000
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila
15.000.000