Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf í Straumi-Burðarási það sem af er vikunnar eða alls fyrir liðlega 4,1 milljarð króna að markaðsvirði. Gengi bréfanna hefur hækkað um 9,4% eða úr 17,10 í byrjun vikunnar í 18,70.

Alls hafa um 226 milljónir hlutir í fjárfestingarbankanum skipt um hendur í vikunni sem jafngildir rúmlega 2% af heildarhlutafé.

Stærsti hluthafi Straums-Burðaráss er Fjárfestingarfélagið Grettir með 15,87%.

Stærstu hluthafar í Straumi-Burðarási:

Fjárfestingarfélagið Grettir hf 15,87%
Landsbanki Luxembourg S.A. 15,18%
MK-44 ehf 8 ,52%
Landsbankinn eignarhaldsfél ehf 5,94%
Smáey ehf 5,92%
Eignarhaldsfélagið SK ehf 5,05%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 5,04%
Gildi -lífeyrissjóður 4,59%
Eignarhaldsfélagið SKE ehf 3,21%
Fjárfestingarfélagið Brekka ehf 1,45%