Hlutabréf í Straumi-Burðarási hafa hækkað um 11,7% á síðustu þremur dögum en mikil viðskipti hafa átt sér stað með bréf félagsins. Frá mánudegi hafa heildarviðskipti numið um 4,4 milljörðum að markaðsvirði en 242 milljónum að nafnverði. Hluthafar sem fara með yfir 10% af hlutafé hafa krafist hluthafafundar í félaginu.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins munu hluthafar með Magnús Kristinsson í fararbroddi hafa óskað eftir fundinum sem stjórn fjárfestingarbankans tekur afstöðu til á næstu dögum. Samkvæmt lögum verður að boða hluthafafund og verður þá að óbreyttu gengið til stjórnarkjörs.

Frá byrjun vikunnar hafa hlutabréf sem jafngilda um 2,3% af hlutafé í Straumi-Burðarási.