Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,83% frá opnun markaðar og er 5.539,22 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Straumur-Burðarás hefur hækkað um 3,07%, Glitnir hefur hækkað um 2,40%, Kaupþingi banki hefur hækkað um 2,17%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,83% og Mosaic Fashions hefur hækkað um 1,68%.

Atorka er eina félagið sem hefur lækkað og nemur lækkunin 1,80%.

Gengisvísitala krónunnar hefur lækkað um 0,24% og er 132,1 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.