Straumur-Burðarás hefur selt 21,05% af heildarhlutafé Íslandsbanka. Innleystur hagnaður bankans af sölunni eru rúmlega 16 milljarðar króna, þar af eru rúmlega 4,7 milljarðar króna innleystir á fjórða ársfjórðungi 2005 og rúmlega 3,5 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2006. Óinnleystur hagnaður af þeim eignarhlutum sem bankinn á áfram eru tæpir 4 milljarðar króna. Einnig innleysir bankinn 3 milljarða í söluhagnað vegna Magasin du Nord, Illum, Booker og Iceland.

Eignarhlutur Straums-Burðaráss í Íslandsbanka fer því úr 25,94% í 4,89%. Viðskiptin með hlutina fóru fram á genginu 18,6 sem er gengið við lokun markaða föstudaginn 6. janúar síðastliðinn.

Samtals voru seldir 2.764.572.666 hlutir að nafnverði sem nemur 21,05% af heildarhlutafé bankans. Heildarsöluverð er kr. 51.421.051.585. Greitt var fyrir hlutina með reiðufé og hlutabréfum.