Straumur-Burðarás hefur selt alla hluti sína í 365 eða sem nemur 9,23% hlutfjár  félaginsins, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Markaðsvirði hlutarins er um 1,2 milljarðar króna.

Á sama tíma er tilkynnt um að Fons eignarhaldsfélag, í meirihluta eigu Pálma Haraldssonar, hafi aukið hlut sinn í 365 í 14,85% úr 5,60%.

Um er að ræða 303.451.832 hluti. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis var gengi viðskiptana 4,08 krónur á hlut.

Straumur Burðarás selur 240.778.287 hluti eða 7,3259% og IÐA fjárfesting sem er að fullu í eigu Straums Burðaráss selur 62.673.545 hluti eða 1,9069%.

Fons eignarhaldsfélag á Melkot og Grjót.  Fons eignarhaldsfélag átti fyrir kaupin 2,55%, nafnverð 83.880.108. Eftir kaup 9,23%, nafnverð 387.331.940. Melkot átti fyrir kaupin 0,81%, 26.715.214 hluti. Grjóti átti fyrir kaupin 2,26% eða  74.154.482 hluti að nafnverði.