Straumur hefur í dag efnt kaupréttarsamninga við stjórnendur og lykilstarfsmenn sína sem nemur 5.666.6667 hlutum. Markaðsvirði þeirra er nú 1,15 milljarðar króna en gengið er nú 20,3 samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Um er að ræða kaupréttarsamninga sem gerðir voru á árinu 2006 og er kaupréttargengið 15,43 vegna 5.333.334 hluta, og 16,65 vegna 333.333 hluta að teknu tilliti til arðgreiðslna á samningstímanum, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.