Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf. (?Straumur?) viðskiptabankaleyfi. Það gerir bankanum kleift að sækja innlán á þeim mörkuðum sem hann starfar á og hefst vinna við það nú þegar á Íslandi og í Danmörku segir í tilkynningu bankans.

Sem fyrr segir gerir leyfið Straumi kleift að sækja innlán á þeim mörkuðum sem bankinn starfar á og hefst vinna við það nú þegar á Íslandi og í Danmörku. Viðskiptabankaleyfið breytir verulega fjármögnunarmöguleikum Straums segir í tilkynningu. Fyrir hefur dótturfélag bankans í Finnlandi, eQ, viðskiptabankaleyfi og þar með heimild til þess að taka við innlánum og er starfsemi bankans þar að langmestu leyti fjármögnuð með innlánum.

Ekki er ráðgert að bankinn hefji að veita hefðbundna viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og fyrirtæki, svo sem með starfrækslu útibúa. Leyfið gildir frá 29. ágúst 2007.

Árið 2004 fékk Straumur fjárfestingabankaleyfi og er í dag stærsti fjárfestingabanki á Íslandi. Bankinn, sem samstæða, býður upp á heildstæða og samþætta fjárfestingabankaþjónustu, þ.m.t. markaðsviðskipti, fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun og eignastýringu og eru starfsmenn samstæðunnar ríflega 440 talsins.