Straumur fjárfestingarbanki ætlar að geta út bankavíxla . Ávöxtun þeirra mun ráðast í útboði og fyrsta útboðið haldið 21. mars næstkomandi. Eins og greint frá í Viðskiptablaðinu í gær þá hefur Íslandsbanki ákveðið að gefa út bankavíxla fyrir allt að 25 milljarða króna á allra næstu mánuðum.

Þessar útgáfur verða þær fyrstu af sínu tagi frá bankahruni.

»Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í sókn að undanförnu og vonandi er þetta skref í átt að því að fyrirtæki muni í auknum mæli gefa út víxla og skuldabréf. Þessi útgáfa er liður í uppbyggingu markaðarins,« segir Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Straums, í samtali við Morgunblaðið í dag.