Straumur gjaldfærði óefnislegar eignir, þar á meðal viðskiptavild, fyrir um 327 milljónir evra vegna síðasta árs. Eftir standa óefnislegar eignir fyrir um 168 milljónir evra.

Georg Andersen, yfirmaður samskiptasviðs hjá Straumi, segir að afskriftirnar séu að stærstum hluta vegna Burðaráss, finnska  bankans eQ og tékkneska fjárfestingarbankans Wood & Company.

Í Viðskiptablaðinu í dag er úttekt á viðskiptavild.

Georg segir að varast beri að líta svo á að viðskiptavild sé almennt tilkomin vegna óeðlilegra vinnubragða. „Ef til vill má færa rök fyrir því að mjög tengdir aðilar hafi reynt að misnota þessar reglur að einhverju leyti en í langflestum tilvikum hafa aðilar á markaði verið að fylgja eftir þeim reglum sem fyrir liggja.”

Í Viðskiptablaðinu í dag er fyrrnefndum tölum um óefnislegar eignir Straums snúið við og er beðist velvirðingar á því.