Fjármálaeftirlitið taldi verklag Straums fjárfestingarbanka við flokkun viðskiptamanna almennt í samræmi við ákvæði laga en gerði athugasemd við að bankinn flokkaði viðskipta­vini sem fagfjárfesta án þess að tryggt væri að þeir uppfylltu skilyrði um slíkt. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu á vef FME sem athugaði verklag bankans er varðar flokkun við­skiptavina. Þar kemur fram að eftirlitið mælti með því að bank­inn hljóðriti öll símtöl.

„Fjár­málaeftirlitið krafðist þess að Straumur tryggði þegar í stað að flokkun viðskiptavina færi ekki fram nema fyrirliggjandi væru fullnægjandi og viðeig­andi gögn til staðfestingar því að lögbundin skilyrði væru upp­ fyllt. Með tilliti til ólíkrar stöðu Straums fjárfestingarbanka hf. og viðskiptavinar mælti Fjármálaeftirlitið með því að bankinn hljóðritaði öll símtöl og að viðskiptavinur gæti óskað eftir að nota símtöl sem sönnun fyrir inntaki fyrirmæla sinna.“