Kauphöllin hefur ákveðið að taka hlutabréf Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka hf. (Straumur) úr viðskiptum í ljósi yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni en hlutabréfin verða tekin úr viðskiptum við lok viðskipta í dag.

Fjármálagerningar útgefnir af Straumi voru í gær færðir á  Athugunarlista vegna óvissu um framtíð bankans en áfram var opið fyrir viðskipti með fjármálagerninga bankans.

Sjá tengdar fréttir hér að neðan.