Straumur fjárfestingarbanki keypti í dag 5,52% hlut í norska bankanum KredittBanken sem Íslandsbanki hefur nú þegar gert yfirtökutilboð í. Fram kemur í norsku kauphöllinni að Straumur hafi keypt 2.632.000 hluti á genginu 7,15. Yfirtökutilboð Íslandsbanka er á genginu 7,25 og því er söluhagnaður Straums af þessum 5,52% hlut nánast enginn eins og Landsbankamenn benda á í Vegvísi sínum.

"Hvað Straumur ætlar sér með þessum kaupum er erfitt að segja til um þar sem stjórnendur norska bankans hafa þegar sagt að þeir hyggist mæla með við aðra hluthafa að þeir taki tilboði Íslandsbanka," segir í Vegvísi Landsbankans.