Straumur fjárfestinabanki hefur lækkað um 14,4% þegar markaðir hafa verið opnir í rúmlega klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Exista hefur lækkað um 9,6%, Atorka Group hefur lækkað um 9,2%, Bakkavör Group hefur lækkað um 7,1%.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 4,6% og er 4.083 stig. Gengi krónu hefur veikst um 4% og er 187,1.

Rekja má þessa miklu lækkanir til tilkynningar um að Seðlabanki Íslands muni koma Glitni til bjargar. Seðlabanki Íslands mun eignast 75% hlut í bankanum greiða fyrir 600 milljónir evra. Viðskipti voru stöðvuð með bréf Glitnis.